top of page
Um mig
Bjarni Pálsson heiti ég.
Ég er með brennandi áhuga á myndasögum og ég vil bæði semja og teikna þær. Ég fann upp á Jólaljósamanninum í 8. bekk, og er búinn að vera með hann á heilanum síðan þá. Markmið mitt er að búa til margar flottar bækur um hann sem myndu vera gefnar út bæði á íslensku og ensku.
Mér finnst umhverfið í kringum höfuðborgarsvæðið mjög fallegt, sérstaklega á Seltjarnarnesinu og í Vesturbænum og Miðbænum.
Ég sé mikla fegurð í hversdagsleikanum og vil gera hann að sögusviði fyrir myndasögurnar mínar um Jólaljósamanninn.
​
Áhugamálin mín eru meðal annars sagnfræðilegar skylmingar, tölvuleikir og fornsögur.

bottom of page